Sameining hluta og bygging forma
Sameinaðir teikningahlutir hegða sér eins og hópaðir hluti, nema að ekki er hægt að fara inn í hópinn til að breyta einstökum hlutum.
Þú getur bara sameinað tvívíddarform.
Til að sameina tvívíddarhluti:
-
Veldu 2 eða fleiri tvívíða hluti.
-
Choose Shape - Combine.
Ólíkt hópum taka sameinaðir hlutir á sig alla eiginleika lægsta frumhlutarins í staflanum. Þú getur tvístrað aftur hlutum sem hafa verið sameinaðir, en upprunalegir eiginleikar hlutanna eru tapaðir.
Þegar hlutir eru sameinaðir, verða til göt þar sem hlutirnir skarast.
Á myndinni eru ósameinaðir hlutir til vinstri og sameinaðir hlutir til hægri.
Bygging forma
Þú getur útbúið flóknari form með því að nota Form - Bræða saman, Draga frá og Skörun skipanirnar á tvo eða fleiri hluti.
Formgerðarskipanir vinna einungis með tvívíða hluti.
Tilbúin form taka á sig eiginleika lægsta hlutarins í staflanum.
Til að byggja form:
-
Veldu 2 eða fleiri tvívíða hluti.
-
Choose Shape and one of the following:
-
Bræða saman
-
Draga frá
-
Skörun.
Formskipanir
Á meðfylgjandi skýringamyndum eru upprunalegu hlutirnir til vinstri og breyttu formin til hægri.
Form - Bræða saman
Bætir flötum völdu hlutanna við flöt lægsta hlutarins í staflanum.
Form - Draga frá
Dregur flöt völdu hlutanna frá fleti lægsta hlutarins í staflanum.
Form - Skörun
Þau svæði hlutanna sem skarast mynda nýja formið.
Flöturinn utan við skaraða svæðið er fjarlægður.