Eiginleikar LibreOffice Chart
Gröf gera þér kleift að setja upplýsingar fram á myndrænan hátt.
Hægt er að búa til graf frá frumgögnum í Calc töflureikni eða Writer töflu. Þegar grafið er innfellt í sama skjalið og gögnin eru í, er grafið alltaf tengt við gögnin, þannig að grafið uppfærist sjálfkrafa þegar frumgögn breytast.
Tegundir grafa
Veldu úr mismunandi þrívíddar- eða tvívíddargröfum, eins og stöplariti, línuriti, markaðslínuriti. Hægt er að breyta tegund grafs með nokkrum músarsmellum.
Sníðing einstakra þátta
Hægt er að sérsníða einstaka hluta grafsins, til dæmis ása, gagnamerkingar, og skýringar, með því að hægrismella á þessa hluti í grafinu eða með verkfæraslánni og valmynd.